Svo til óbreytt ástand en minni líkur á gosi ef eitthvað er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2023 12:23 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna óbreytta við Þorbjörn. Ekki séu skýr merki um eldgos. Litlar breytingar eru á stöðunni í Grindavík þó að verulega hafi dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhinga. Jarðeðlisfræðingur segir svipaðar líkur á gosi og áður. Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49