Innlent

Virknin í og við Grinda­vík nánast ó­breytt

Atli Ísleifsson skrifar
Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær.
Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Vísir/Vilhelm

Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. ​

Þetta kemur fram í nýjustu færslu sérfræðinga Veðurstofunnar. Þar kemur fram að skjálftavirkni á umbrotasvæðinu hafi verið stöðug síðan 11. nóvember. 

„Um 900 skjálftar hafa mælst frá miðnætti í dag 13. nóvember. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta gangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um 2-5 km dýpi. ​

Enn mælist hæg minnkandi aflögun við Grindavík. ​Gliðnun er mest við miðju gangsins við Sundhnúk þar sem megin uppstreymissvæði kviku er talið vera.​

Það er mat Veðurstofunnar að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Fylgst er gaumgæfilega með öllum mælakerfum í rauntíma, sér í lagi við Grindavík, sem gætu bent til breytinga á stöðunni. ​

Vakt Veðurstofunnar einbeitir sér sérstaklega að svæðinu í og við Grindavík og sinnir sérstakri vöktun viðbragðsaðila á staðnum sem sinna aðgerðum á staðnum,“ segir í færslunni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×