„Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2023 19:11 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07
Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07
Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent