Vill endurskoða styrkjakerfi fjölmiðla sem sé „eins og villta vestrið“ Magnús Jochum Pálsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 13. nóvember 2023 00:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Pírata, ræddi við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi fyrr í dag. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir styrkjakerfi fjölmiðla „eins og villta vestrið“ og vill að það sé endurskoðað og markmið kerfisins skýrð betur. Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir. Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpmóður tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir.
Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpmóður tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent