Innlent

Sprengi­sandur: Fjöl­miðlar, Gasa, heil­brigðis­mál og Reykja­nesið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi mætir og ber af sér býsna harðar sakir sem á hana hafa verið bornar um að vilja ráðskast með fjölmiðla og styrki til þeirra.

Utanríkisráðherrarnir fyrrverandi, þær Lilja Alfreðsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ætla að skiptast á skoðunum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, meðal annars því hvort alveg sé borin von að alþjóðastofnanir og ríki heims geti stöðvað átök á Gasa.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, Katrín Jakobsdóttir og fleiri ráðherrar mæta og ræða ástandið á Reykjanesskaga auk Ara Trausti Guðmundssonar jarðfræðings.

Í lok þáttar verður Willum Þór Þórsson, heilbrigisráðherra að ræða um gagnadrifna og einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu, hugtök sem stýra eiga hugsunum okkar og gjörðum í heilbrigðismálum í framtíðinni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×