Innlent

Gríðar­legar skemmdir á hjúkrunar­heimili í Grinda­vík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eins og sjá má hefur stærðarinnar sprunga myndast á húsinu.
Eins og sjá má hefur stærðarinnar sprunga myndast á húsinu. vísir/vilhelm

Mikið tjón hefur orðið á hjúkrunarheimilinu Víðihlið í Grindavík. Bæði mikið vatnstjón og þá er stór sprunga í húsinu sem virðist sem það sé að klofna í tvennt.

Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður og Ívar Fannar Arnarsson tökumaður eru á vettvangi. Þar hefur heitavatnslögn farið í sundur og er heitt vatn upp að ökklum á gólfum.

Þá sjást miklar skemmdir á húsinu sem virðist sem það sé að klofna í tvennt með stórru sprungu sem hefur myndast.

Verið er að rýma húsið þessa stundina. Meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns aðstoðar gamla fólkið að komast út í bíl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×