Sundhnúkasprungan sögð hættulegust fyrir Grindavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2023 21:51 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur bendir á Sundhnúkasprunguna í viðtali í janúar 2020 þegar land reis fyrst við Þorbjörn. Friðrik Þór Halldórsson Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell. Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15