Innlent

Lög­reglu­maður á­kærður fyrir að slá liggjandi mann í­trekað með kylfu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í miðbæ Reykjavíkur.
Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Lögreglumaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi vegna atviks sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í lok maí á þessu ári.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er lögreglumanninum gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku a manni.

Lögreglumaðurinn er sagður hafa beitt úðavopni ítrekað gegn manninum, sparkað í vinstri fótlegg hans, jafnvel þó brotaþolinn hafi ekki veitt honum mótspyrnu við handtökuna. Þá hafi hann slegið manninn fjórum sinnum með kylfu í líkama þegar hinn maðurinn lá á fjórum fótum, án þess að nauðsyn bæri til.

Meint aðför lögreglumannsins eru sögð brjóta í bága við þrjár tilteknar greinar í hegningarlögum. Annars vegar er það líkamsárás, sem getur varðað allt að eins árs fangelsi, og hins vegar tvenns konar brot í opinberu starfi. Önnur þeirra getur varðað allt að eins árs fangelsi, en hin getur aukið refsingu um helming.

Það er héraðssaksóknari sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Í framhaldsákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að brotaþoli málsins krefjist tveggja milljóna króna í miskabætur.


Tengdar fréttir

Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi

Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman

Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×