Innlent

Norðurljósavegi við Svarts­engi lokað fyrir al­mennri um­ferð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bláa lónið stendur við Norðurljósaveg 9 og Northern Light Inn hótelið við Norðurljósaveg 1. 
Bláa lónið stendur við Norðurljósaveg 9 og Northern Light Inn hótelið við Norðurljósaveg 1.  Vísir/Egill

Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið þá ákvörðun að loka Norðurljósavegi við Svartsengi, þar sem Bláa lónið og Northern Light Inn hótelið eru til húsa, fyrir almennri umferð.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ákvörðunin sé tekin í ljósi jarðhræringa og minnkandi starfsemi á svæðinu. 

Þá segir að veginum verði lokað annars vegar við gatnamót Grindavíkurvegar og hins vegar við Nesveg. Haft hafi verið samband við hlutaðeigandi rekstraraðila og þeim kunngerð ákvörðunin. Lokunin hefur ekki gildi gagnvart starfmönnum fyrirtækja á svæðinu.

Tilkynning frá Bláa lóninu þess efnis að því yrði lokað næstu vikuna barst í morgun. Þá var greint frá því síðdegis að hótelið Northern Light Inn færi að frumkvæði lónsins og því yrði einnig lokað í viku. Bláa lónið stendur við Norðurljósaveg 9 og Northern Light inn Hotelið við Norðurljósaveg 1. 


Tengdar fréttir

Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi

Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×