Bygging varnargarða bíði tillögu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegs goss biði tillögu almannavarna. Vísir/Vilhelm „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent