Jafet S. Ólafsson látinn Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2023 10:01 Jafet S. Ólafsson er látinn en hann var meðal annars útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins. Bridgesamband Íslands Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri er látinn og andaðist hann að morgni síðastliðins þriðjudags, þá 72 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en Jafet starfaði meðal annars sem útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, en það var á árunum 1994 til 1996. Hann var áberandi álitsgjafi um verðbréfaviðskipti um árabil en hann var löggiltur verðbréfamiðlari. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Jafet á annars litríkan feril að baki, hann starfaði hjá iðnaðarráðuneytinu í níu ár frá 1975, hann var hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga frá 1984 til 1986 og Þróunarfélagi Íslands frá 1986 til 1988. Hann var útibússtjóri Iðnaðarbankans og seinna Íslandsbanka frá 1988 til 1994 en þá var hann ráðinn útvarpsstjóri eins og áður sagði. Hann stofnaði Verðbréfastofuna ásamt öðrum árið 1997 og var þar framkvæmdastjóri en seldi sinn hlut í henni 2006 og stýrði eftir það Veig, sem var fjárfestingarfélag. Jafet sat í ýmsum stjórnum og lét til sín taka í félagsmálum, sat í stjórn Vals, fyrir badmintonmenn og var formaður Bridgesambands Íslands. Þá má nefna að hann var konsúll fyrir Rúmeníu árum saman og var sæmdur rúmenskri orðu fyrir störf sín. Í Morgunblaðinu er jafnframt greint frá því að hann hafi lengi fengist við leiðsögn í Laxá í Aðaldal. Eftirlifandi eiginkona Jafets er Hildur Hermóðsdóttir, kennari, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgefandi. Börn Jafets og Hildar eru Jóhanna Sigurborg, Ari Hermóður og Sigríður Þóra. Andlát Bridge Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en Jafet starfaði meðal annars sem útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, en það var á árunum 1994 til 1996. Hann var áberandi álitsgjafi um verðbréfaviðskipti um árabil en hann var löggiltur verðbréfamiðlari. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Jafet á annars litríkan feril að baki, hann starfaði hjá iðnaðarráðuneytinu í níu ár frá 1975, hann var hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga frá 1984 til 1986 og Þróunarfélagi Íslands frá 1986 til 1988. Hann var útibússtjóri Iðnaðarbankans og seinna Íslandsbanka frá 1988 til 1994 en þá var hann ráðinn útvarpsstjóri eins og áður sagði. Hann stofnaði Verðbréfastofuna ásamt öðrum árið 1997 og var þar framkvæmdastjóri en seldi sinn hlut í henni 2006 og stýrði eftir það Veig, sem var fjárfestingarfélag. Jafet sat í ýmsum stjórnum og lét til sín taka í félagsmálum, sat í stjórn Vals, fyrir badmintonmenn og var formaður Bridgesambands Íslands. Þá má nefna að hann var konsúll fyrir Rúmeníu árum saman og var sæmdur rúmenskri orðu fyrir störf sín. Í Morgunblaðinu er jafnframt greint frá því að hann hafi lengi fengist við leiðsögn í Laxá í Aðaldal. Eftirlifandi eiginkona Jafets er Hildur Hermóðsdóttir, kennari, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgefandi. Börn Jafets og Hildar eru Jóhanna Sigurborg, Ari Hermóður og Sigríður Þóra.
Andlát Bridge Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Sjá meira