Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2023 15:11 Sigríður Dögg telur Dóru Björt hafa farið yfir strikið þegar hún taldi sérkennilegt að þeir miðlar sem töluðu ófaglega um borgarmálin fengju styrki. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. „Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins. Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
„Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira