Viðurkenndi að hafa átt hnefahögg skilið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. nóvember 2023 07:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið. Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira