Enski boltinn

Dæmdur í þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð í garð Sons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Son Heung-min varð fyrir kynþáttaníði þegar hann fór af velli í leik Crystal Palace og Tottenham undir lok síðasta tímabils.
Son Heung-min varð fyrir kynþáttaníði þegar hann fór af velli í leik Crystal Palace og Tottenham undir lok síðasta tímabils. getty/Craig Mercer

Stuðningsmaður Crystal Palace hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótboltaleikjum fyrir að beita Son Heung-min, fyrirliða Tottenham, kynþáttaníði.

Maðurinn, hinn 44 ára Robert Garland, játaði sök í ágúst en hann hrópaði ókvæðisorðin að Son þegar hann var tekinn af velli í leik Palace og Tottenham á Selhurst Park 6. maí síðastliðinn. Spurs vann leikinn, 0-1.

Upphaflega var Garland dæmdur til sextíu klukkustunda samfélagsþjónustu og fékk 240 þúsund króna sekt.

Forráðamönnum Tottenham fannst refsingin of væg og félagið og lögreglan kærðu úrskurðinn til fótboltadeildar hennar. Refsingin var í kjölfarið þyngd og Garland má ekki mæta á fótboltaleiki næstu þrjú árin.

Son, sem er 31 árs, var gerður að fyrirliða Spurs fyrir tímabilið. Hann hefur skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tottenham er í 2. sæti hennar með 26 stig, einu stigi á eftir toppliði Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×