Innlent

Víða heitavatnslaust annað kvöld

Árni Sæberg skrifar
Heitavatnslaust verður meðal annars í Garðabæ.
Heitavatnslaust verður meðal annars í Garðabæ. stöð 2/egill

Heitavatnslaust verður í Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti á morgun, 8. nóvember, frá klukkan 22 og fram á nótt.

Í tilkynningu frá Veitum segir að stefnt sé að því að hleypa heitu vatni aftur á klukkan 03 og allir ættu að vera komnir aftur með heitt vatn og fullan þrýsting klukkan 07 um morguninn þann 9. nóvember. 

Ástæðan fyrir heitavatnsleysinu sé viðgerð á Suðuræð sem nauðsynlegt er að ráðast í. 

Mikilvægt sé að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur og gott sé að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.

Eftirfarandi götur í Kópavogi verði ekki fyrir áhrifum af lokuninni: Hluti Urðarhvafs og Ögurhvarfs, Dimmuhvarf, Fornahvarf, Melahvarf, Grundarhvarf, Brekkuhvarf, Breiðahvarf, Faxahvarf, Fálkahvarf, Funahvarf, Fellahvarf, Glæsihvarf, Kríunesvegur, Elliðahvammsvegur, Vatnsendi, Vatnsendablettur, Fagranes, Fróðaþing, Dalaþing, Gulaþing, Hólmaþing.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×