Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði og Ísak Andri skoraði og lagði upp í ó­trú­legri endur­komu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði og lagði upp fyrir Norrköping í kvöld.
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði og lagði upp fyrir Norrköping í kvöld. Norrköping

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson reyndust hetja Norrköping er liðið vann ótrúlegan 4-3 sigur gegn Varberg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Þeir Arnór Ingvi og Ísak Andri voru í byrjunarliði Norrköping í kvöld, en það voru gestirnir í Varberg sem fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikinn með mörkum á 44. mínútu og annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Ari Freyr Skúlason kom svo inn á sem varamaður eftir hlé, en gestirnir bættu þriðja markinu við þegar seinni hálfleikurinn var aðeins rétt rúmlega fimm mínútna gamall og brekkan orðin ansi brött fyrir Íslendingaliðið.

Moutaz Neffati klóraði þó í bakkann fyrir heimamenn á 70. mínútu áður en Arnór Ingvi minnkaði muninn í 2-3 tíu mínútum síðar. Aðeins þremur mínútum seinna jafnaði Ísak Andri þó metin fyrir heimamenn áður en hann lagði upp sigurmark liðsins á seinustu mínútu venjulegs leiktíma.

Því varð niðurstaðan ótrúlegur 4-3 sigur Norrköping sem nú situr í áttunda sæti sænsku deildarinnar með 29 stig fyrir lokaumferðina, en Varberg er enn á botninum með aðeins 15 stig og liðið er nú þegar fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×