28 syngjandi karlar í sama heita pottinum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2023 20:30 Kári Allansson, þriðjuvaktarstjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var engin ládeyða hjá félögum í Karlakórnum Esju úr Reykjavík um helgina því á sama tíma og þeir fögnuðu útkomu nýrrar plötu brugðu þeir sér í bæjarferð á Flúðir og fengu sér hrossakjöt þar, og enduðu ferðina svo með söng og Mullersæfingum í sundlauginni á Selfossi. Félagarnir byrjuðu á því að stoppa við Litlu Kaffistofuna þar sem þeir héldu smá athöfn til að fagna nýrri plötu kórsins, sem er nú komin á Spotify. Lagið var tekið og mikil og góð stemming var á staðnum. Eftir það hélt kórinn á Flúðir í heimsókn til Karlakórs Hreppamanna þar sem boðið var upp á hrossakjöt með öllu tilheyrandi. Á heimleiðinni á laugardaginn var komið við í sundlauginni á Selfossi og lagið tekið í heita pottinum og Mullersæfingar gerðar á bakkanum. Allt eins og það á að vera. „Það er ægilega gaman hjá okkur, það hefur alltaf verið rosalega gaman hjá okkur fyrst og fremst. Út á það gengur þetta og það eru sérstök forréttindi að fá að tilheyra samfélagi karlakóra á Íslandi. Það er einhver besta íþrótt sem völ er á,” segir Kári Allansson, þriðjuvaktastjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Félagar í Esju höfðu sérstaklega gaman af því að gera nokkrar Mullersæfingar á stéttinni hjá Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera í karlakór, hvað er það að gefa mönnum? „Það er nú bara bræðralagið, bræðraþelið og einhvers staðar þurfa vondir að vera á þessum síðustu og verstu tímum þegar okkar kyn sætir miklum ákúrum frá betri helmingnum fyrir að standa okkur ekki nógu vel á þriðju vaktinni. Og það er svona sem við söfnum kröftum í bræðraþeli og komum til baka endurnærðir og glaðir og erum almennt til friðs á okkar heimilum,” bætir Kári við glottandi út í annað. 28 karlar í karlakórnum tóku lagið í heita pottinum í sundlauginni á Selfossi á laugardaginn á heimleið sinni í skemmtiferð um Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða karlakórsins Árborg Hrunamannahreppur Kórar Sundlaugar Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Félagarnir byrjuðu á því að stoppa við Litlu Kaffistofuna þar sem þeir héldu smá athöfn til að fagna nýrri plötu kórsins, sem er nú komin á Spotify. Lagið var tekið og mikil og góð stemming var á staðnum. Eftir það hélt kórinn á Flúðir í heimsókn til Karlakórs Hreppamanna þar sem boðið var upp á hrossakjöt með öllu tilheyrandi. Á heimleiðinni á laugardaginn var komið við í sundlauginni á Selfossi og lagið tekið í heita pottinum og Mullersæfingar gerðar á bakkanum. Allt eins og það á að vera. „Það er ægilega gaman hjá okkur, það hefur alltaf verið rosalega gaman hjá okkur fyrst og fremst. Út á það gengur þetta og það eru sérstök forréttindi að fá að tilheyra samfélagi karlakóra á Íslandi. Það er einhver besta íþrótt sem völ er á,” segir Kári Allansson, þriðjuvaktastjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Félagar í Esju höfðu sérstaklega gaman af því að gera nokkrar Mullersæfingar á stéttinni hjá Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera í karlakór, hvað er það að gefa mönnum? „Það er nú bara bræðralagið, bræðraþelið og einhvers staðar þurfa vondir að vera á þessum síðustu og verstu tímum þegar okkar kyn sætir miklum ákúrum frá betri helmingnum fyrir að standa okkur ekki nógu vel á þriðju vaktinni. Og það er svona sem við söfnum kröftum í bræðraþeli og komum til baka endurnærðir og glaðir og erum almennt til friðs á okkar heimilum,” bætir Kári við glottandi út í annað. 28 karlar í karlakórnum tóku lagið í heita pottinum í sundlauginni á Selfossi á laugardaginn á heimleið sinni í skemmtiferð um Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða karlakórsins
Árborg Hrunamannahreppur Kórar Sundlaugar Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira