28 syngjandi karlar í sama heita pottinum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2023 20:30 Kári Allansson, þriðjuvaktarstjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var engin ládeyða hjá félögum í Karlakórnum Esju úr Reykjavík um helgina því á sama tíma og þeir fögnuðu útkomu nýrrar plötu brugðu þeir sér í bæjarferð á Flúðir og fengu sér hrossakjöt þar, og enduðu ferðina svo með söng og Mullersæfingum í sundlauginni á Selfossi. Félagarnir byrjuðu á því að stoppa við Litlu Kaffistofuna þar sem þeir héldu smá athöfn til að fagna nýrri plötu kórsins, sem er nú komin á Spotify. Lagið var tekið og mikil og góð stemming var á staðnum. Eftir það hélt kórinn á Flúðir í heimsókn til Karlakórs Hreppamanna þar sem boðið var upp á hrossakjöt með öllu tilheyrandi. Á heimleiðinni á laugardaginn var komið við í sundlauginni á Selfossi og lagið tekið í heita pottinum og Mullersæfingar gerðar á bakkanum. Allt eins og það á að vera. „Það er ægilega gaman hjá okkur, það hefur alltaf verið rosalega gaman hjá okkur fyrst og fremst. Út á það gengur þetta og það eru sérstök forréttindi að fá að tilheyra samfélagi karlakóra á Íslandi. Það er einhver besta íþrótt sem völ er á,” segir Kári Allansson, þriðjuvaktastjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Félagar í Esju höfðu sérstaklega gaman af því að gera nokkrar Mullersæfingar á stéttinni hjá Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera í karlakór, hvað er það að gefa mönnum? „Það er nú bara bræðralagið, bræðraþelið og einhvers staðar þurfa vondir að vera á þessum síðustu og verstu tímum þegar okkar kyn sætir miklum ákúrum frá betri helmingnum fyrir að standa okkur ekki nógu vel á þriðju vaktinni. Og það er svona sem við söfnum kröftum í bræðraþeli og komum til baka endurnærðir og glaðir og erum almennt til friðs á okkar heimilum,” bætir Kári við glottandi út í annað. 28 karlar í karlakórnum tóku lagið í heita pottinum í sundlauginni á Selfossi á laugardaginn á heimleið sinni í skemmtiferð um Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða karlakórsins Árborg Hrunamannahreppur Kórar Sundlaugar Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Félagarnir byrjuðu á því að stoppa við Litlu Kaffistofuna þar sem þeir héldu smá athöfn til að fagna nýrri plötu kórsins, sem er nú komin á Spotify. Lagið var tekið og mikil og góð stemming var á staðnum. Eftir það hélt kórinn á Flúðir í heimsókn til Karlakórs Hreppamanna þar sem boðið var upp á hrossakjöt með öllu tilheyrandi. Á heimleiðinni á laugardaginn var komið við í sundlauginni á Selfossi og lagið tekið í heita pottinum og Mullersæfingar gerðar á bakkanum. Allt eins og það á að vera. „Það er ægilega gaman hjá okkur, það hefur alltaf verið rosalega gaman hjá okkur fyrst og fremst. Út á það gengur þetta og það eru sérstök forréttindi að fá að tilheyra samfélagi karlakóra á Íslandi. Það er einhver besta íþrótt sem völ er á,” segir Kári Allansson, þriðjuvaktastjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Félagar í Esju höfðu sérstaklega gaman af því að gera nokkrar Mullersæfingar á stéttinni hjá Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera í karlakór, hvað er það að gefa mönnum? „Það er nú bara bræðralagið, bræðraþelið og einhvers staðar þurfa vondir að vera á þessum síðustu og verstu tímum þegar okkar kyn sætir miklum ákúrum frá betri helmingnum fyrir að standa okkur ekki nógu vel á þriðju vaktinni. Og það er svona sem við söfnum kröftum í bræðraþeli og komum til baka endurnærðir og glaðir og erum almennt til friðs á okkar heimilum,” bætir Kári við glottandi út í annað. 28 karlar í karlakórnum tóku lagið í heita pottinum í sundlauginni á Selfossi á laugardaginn á heimleið sinni í skemmtiferð um Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða karlakórsins
Árborg Hrunamannahreppur Kórar Sundlaugar Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira