Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2023 18:33 Þrjár flóttaleiðir eru úr Grindavíkurbæ komi til rýmingar. Vísir/Egill Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. „Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira