Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 14:56 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu. Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu.
Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira