Innlent

Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð klukkan 3:51 í nótt.
Skjálftinn varð klukkan 3:51 í nótt. Vísir/Egill

Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að upp úr miðnætti hafi skjálftavirkni á Reykjanesskaga aukist og hafi alls um 450 skjálftar mælst. 

Fram kemur að klukkan 4:25 hafi mælst skjálfti af stærð 3,7 við Lágafell. Um kílómetra suðvestur af Þorbini hafi annar mælst af stærð 3,5 klukkan 04:31. 

„Jarðskjálftarnir fundust víða um suðvesturhornið og hrinan stendur enn yfir. Alls hafa mælst 7 jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð mælst frá miðnætti.

Yfir 10.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Alls hafa 20 skjálftar mælst yfir 3 að stærð, þar af þrír yfir 4 að stærð, sá stærsti mældist 4.5 að stærð kl. 8:18 þann 25/10,“ segir í tilkynningunni.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar. Virknin er túlkuð sem kvikuhlaup á um fjögurra til fimm kílómetra dýpi en engar vísbendingar eru um gosóróa að svo stöddu.

Skjálftavirkni hefur verið talsverð á svæðinu í nótt.Veðurstofan

Tengdar fréttir

Þensla undir Þor­birni og öflugra merki um land­ris

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×