Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Kristinn Harðarson er framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52
Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent