Lífið

„Nýr leik­skóli í nýju landi“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gríma og Skúli eru stödd á Balí þar sem synir þeirra eru byrjaðir í leikskóla.
Gríma og Skúli eru stödd á Balí þar sem synir þeirra eru byrjaðir í leikskóla. Gríma Björg

Skúli Mogensen, athafnamaður og unnusta hans Gríma Björg Thorarensen innanhúshönnuður eru stödd á Balí þar sem synir þeirra eru byrjaðir í leikskóla.

„Nýr leikskóli í nýju landi. Duglegu litlu stubbarnir okkar. Með gulrætur í glasi til þess að gefa leikskóla naggrísunum í morgunmat,“ skrifar Gríma við mynd af sonum þeirra, Storm og Jaka, með skólatösku á bakinu á leið í leikskólann í morgun.

Skúli og Gríma deila myndum á Instagram og er meðal annars spurt hvort minna muni sjást til þeirra í ræktinni hér á Fróni nú þegar veturinn er fram undan. Skúli svarar því til að fram undan séu brimbrettaæfingar og jóga.

Ætla má að parið hafi haft í nógu að snúast síðastliðið ár og eru nú að endurhlaða batteríin á paradísareyjunni.

Gríma og Skúli opnuðu sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði fyrir rúmu ári síðan. Böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum.

Fjallað var um sjóböðin í Íslandi í dag.

Parið byrjaði saman árið 2017 og eiga saman tvo drengi. Fyrir á Skúli þrjú börn úr fyrra sambandi. Nokkur aldursmunur er á milli Grímu og Skúla, eða um 23 ár. 


Tengdar fréttir

Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjöl­far falls WOW air

Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi.

Gríma og Skúli eignuðust son

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhúshönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen eignuðust son í gær. Fyrir eiga þau soninn Jaka sem fæddist í maí á síðasta ári og svo á Skúli þrjú börn frá fyrra hjónabandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×