„Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. nóvember 2023 09:01 Eyþór Máni Steinarsson er framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Um fjórðungur vill banna notkun rafhlaupahjóla í miðbænum eftir miðnætti. Framkvæmdastjóri stærstu rafhlaupahjólaleigunnar segir að notendur hennar vilji allra síst að notkun verði takmörkuð. Hopp vilji þó gera allt sem í fyrirtækisins valdi stendur til að fækka slysum. Samkvæmt könnun Maskínu leigir ungt fólk mun fremur rafhlaupahjól en þau sem eldri eru. Ríflega þriðjungur þeirra sem eru undir þrítugu leigir þau mánaðarlega eða oftar en einungis átta prósent þeirra sem eru eldri en fjörutíu ára. Þá leigir um þriðjungur fólks á milli þrítugs og fertugs hjólin stundum en þó sjaldnar en mánaðarlega. Aftur á móti segjast um áttatíu prósent þeirra sem eru yfir fertugu aldrei leigja hjólin. Grafík/Hjalti Hlutfallslega meiri notkun í hópi yngra fólks rímar ágætlega við slysatölur en í Kompás sagði sérfræðingur í endurhæfingalækningum að þau sem þyrftu á endurhæfingu að halda eftir slysin væru að mestu á milli tvítugs og fertugs. Í könnuninni voru þau sem leigja hjólin spurð hvort þau hafi slasað sig. Um sextíu prósent þeirra sem leigja rafhlaupahjólin mánaðarlega eða oftar svöruðu spurningunni játandi. Af þeim sem leigja hjólin sjaldnar en mánaðarlega hefur um fjórðungur slasað sig við aksturinn. Grafík/Hjalti Yfir helmingur þeirra sem höfðu slasað sig segjast hafa verið undir áhrifum áfengis þegar það gerðist. Grafík/Hjalti Í könnuninni var fólk jafnframt spurt hvort það vildi sjá takmarkanir á notkun hjólanna og þá hverjar. Meirihluti aðspurðra var á því og sögðust um 55 prósent vilja hækka sektir við notkun undir áhrifum. Þá vilja tæp fjörutíu prósent lækka hámarkshraða á ákveðnum svæðum. Um fjórðungur vill banna notkun í miðbænum eftir miðnætti og um fjórðungur banna notkun á höfuðborgarsvæðinu. Sautján prósent vilja aftur á móti engar takmarkanir. Grafík/Hjalti Fagna umræðunni Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, segir að öll slys séu leið og alvarlegri slys séu alltaf harmleikur. „Sérstaklega þegar þau snerta mann svona náið, að sjálfsögðu. Við fögnum umræðunni og viljum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni á þessum nýja og áhugaverða fararmáta,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera? „Það er ýmislegt. Það hefur verið horft til þess í öðrum löndum að rýmka fyrir nýjum og betri slóðum, sem aðgreina umferðina betur frá þyngri farartækjum. Það hefur verið horft til þess að gera mikið af forvörnum og fræðslu til þess að eiga sömu vitundarvakningu og var með bíla á sjöunda og áttunda áratugnum, hvar fólk var að læra meira um öryggi ferðamátans og hvernig er hægt að nota farartæki, hvernig sem þau eru, af ábyrgum máta.“ Notendur vilji síður takmarkanir Líkt og kemur fram í könnun Maskínu vill stór hluti fólks að einhvers konar böndum sé komið á starfsemi rafhlaupahjólaleiga. Hvort sem það eru takmarkanir á notkunartíma eða hraðatakmarkanir. Hvernig slær það þig? „Það er að sjálfsögðu eitthvað sem hefur verið rætt í þessu samhengi öllu saman og nefnt áður líka. En þarna er náttúrlega verið að horfa til alls fólks bæði notar og notar ekki rafskúturnar. Ef þú spyrð notendur okkar sérstaklega í þessari sömu könnun frá Maskínu þá eru bara ellefu prósent sem hafa einhvern áhuga á því að minnka aðgengi að hjólunum eftir miðnætti á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég held að þetta sé eitt af þessum dæmum þar sem þarf að horfa líka til hópsins sem er að nýta sér þjónustuna hvað mest fyrir samgöngupúslið sitt.“ Raunsæjast að ná til foreldra Hvað varðar notkun barna undir átján á leigðum rafskútum segir Eyþór Máni að raunsæjasta lausnin við henni sé að ná til foreldra barna. Reglur Hopp kveða þegar á um að enginn undir átján ára aldri megi nota farartækin. „Þetta er náttúrulega eins og með margt annað, sérstaklega nýsköpun í einhverju ein stóru og yfirgripsmiklu og samgöngum, sem snertir okkur öll. Og þarna horfum við bæði til allra, fjölskyldna og síðan líka aðila hjá ríkinu sem gætu hjálpað okkur í forvarnarstarfinu sem við erum að vinna nú þegar.“ Rafhlaupahjól Kompás Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu leigir ungt fólk mun fremur rafhlaupahjól en þau sem eldri eru. Ríflega þriðjungur þeirra sem eru undir þrítugu leigir þau mánaðarlega eða oftar en einungis átta prósent þeirra sem eru eldri en fjörutíu ára. Þá leigir um þriðjungur fólks á milli þrítugs og fertugs hjólin stundum en þó sjaldnar en mánaðarlega. Aftur á móti segjast um áttatíu prósent þeirra sem eru yfir fertugu aldrei leigja hjólin. Grafík/Hjalti Hlutfallslega meiri notkun í hópi yngra fólks rímar ágætlega við slysatölur en í Kompás sagði sérfræðingur í endurhæfingalækningum að þau sem þyrftu á endurhæfingu að halda eftir slysin væru að mestu á milli tvítugs og fertugs. Í könnuninni voru þau sem leigja hjólin spurð hvort þau hafi slasað sig. Um sextíu prósent þeirra sem leigja rafhlaupahjólin mánaðarlega eða oftar svöruðu spurningunni játandi. Af þeim sem leigja hjólin sjaldnar en mánaðarlega hefur um fjórðungur slasað sig við aksturinn. Grafík/Hjalti Yfir helmingur þeirra sem höfðu slasað sig segjast hafa verið undir áhrifum áfengis þegar það gerðist. Grafík/Hjalti Í könnuninni var fólk jafnframt spurt hvort það vildi sjá takmarkanir á notkun hjólanna og þá hverjar. Meirihluti aðspurðra var á því og sögðust um 55 prósent vilja hækka sektir við notkun undir áhrifum. Þá vilja tæp fjörutíu prósent lækka hámarkshraða á ákveðnum svæðum. Um fjórðungur vill banna notkun í miðbænum eftir miðnætti og um fjórðungur banna notkun á höfuðborgarsvæðinu. Sautján prósent vilja aftur á móti engar takmarkanir. Grafík/Hjalti Fagna umræðunni Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, segir að öll slys séu leið og alvarlegri slys séu alltaf harmleikur. „Sérstaklega þegar þau snerta mann svona náið, að sjálfsögðu. Við fögnum umræðunni og viljum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni á þessum nýja og áhugaverða fararmáta,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera? „Það er ýmislegt. Það hefur verið horft til þess í öðrum löndum að rýmka fyrir nýjum og betri slóðum, sem aðgreina umferðina betur frá þyngri farartækjum. Það hefur verið horft til þess að gera mikið af forvörnum og fræðslu til þess að eiga sömu vitundarvakningu og var með bíla á sjöunda og áttunda áratugnum, hvar fólk var að læra meira um öryggi ferðamátans og hvernig er hægt að nota farartæki, hvernig sem þau eru, af ábyrgum máta.“ Notendur vilji síður takmarkanir Líkt og kemur fram í könnun Maskínu vill stór hluti fólks að einhvers konar böndum sé komið á starfsemi rafhlaupahjólaleiga. Hvort sem það eru takmarkanir á notkunartíma eða hraðatakmarkanir. Hvernig slær það þig? „Það er að sjálfsögðu eitthvað sem hefur verið rætt í þessu samhengi öllu saman og nefnt áður líka. En þarna er náttúrlega verið að horfa til alls fólks bæði notar og notar ekki rafskúturnar. Ef þú spyrð notendur okkar sérstaklega í þessari sömu könnun frá Maskínu þá eru bara ellefu prósent sem hafa einhvern áhuga á því að minnka aðgengi að hjólunum eftir miðnætti á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég held að þetta sé eitt af þessum dæmum þar sem þarf að horfa líka til hópsins sem er að nýta sér þjónustuna hvað mest fyrir samgöngupúslið sitt.“ Raunsæjast að ná til foreldra Hvað varðar notkun barna undir átján á leigðum rafskútum segir Eyþór Máni að raunsæjasta lausnin við henni sé að ná til foreldra barna. Reglur Hopp kveða þegar á um að enginn undir átján ára aldri megi nota farartækin. „Þetta er náttúrulega eins og með margt annað, sérstaklega nýsköpun í einhverju ein stóru og yfirgripsmiklu og samgöngum, sem snertir okkur öll. Og þarna horfum við bæði til allra, fjölskyldna og síðan líka aðila hjá ríkinu sem gætu hjálpað okkur í forvarnarstarfinu sem við erum að vinna nú þegar.“
Rafhlaupahjól Kompás Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira