„Langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Ísak Bergmann Jóhannesson kann afar vel við sig í Düsseldorf. getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur lífsins út í ystu æsar hjá Fortuna Düsseldorf. Hann vonast til að spila með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn