Fleiri en tuttugu skjálftar sem mælst hafa yfir tveimur að stærð hafa riðið yfir á þessu svæði frá miðnætti og er hrinan enn yfirstandandi norðan við Grindavík.
Á Veðurstofu Íslands segir að meirihluti umræddrar skjálftavirkni sé á um 2-4 km dýpi. Laust eftir hádegi í gær reið yfir stærðarinnar skjálfti á svæðinu, en sá mældist 4,5 að stærð og fundu fjölmargir fyrir honum.
Landris, nokkuð ört, hefur mælst við Svartsengi og Þorbjörn en Veðurstofan bíður enn nýrra gervitunglagagna.