Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 06:53 Lík liggja fyrir utan sjúkrahús í kjölfar árása Ísraelsmanna á Jabalia-flóttamannabúðirnar. AP/Fadi Majed Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira