Innlent

Sig­urður Þorkell fallinn frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður með sólgleraugun á vaktinni hjá Landhelgisgæslunni.
Sigurður með sólgleraugun á vaktinni hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan

Sig­urður Þorkell Árna­son, fyrr­ver­andi skip­herra hjá Land­helg­is­gæsl­unni er látinn, 95 ára að aldri. Þetta kemur fram á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Sig­urður lauk fiski­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1951, far­manna­prófi tveimur árum síðar frá sama skóla og skip­stjóra­prófi frá varðskipa­deild Stýrimannaskólans árið 1955. Hann var aðeins fjórtán ára þegar hann fór fyrst á sjó. Hann hóf fyrst störf á varðskipum Landhelgisgæslunnar árið 1947 og varð skipherra árið 1959.

Sigurður var sæmdur ýmsum orðum á ferli sínum.Landhelgisgæslan

Sigurður sigldi fyrst sem skipherra á varðskipinu Óðni en starfaði á öllum helstu varðskipum þjóðarinnar auk þess að vera á flugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Sigurður var skipherra í öllum þorskastríðunum. Hann var síðasti skipherra Gæslunnar sem tók þátt í að verja út­færslu fiskveiðilögsögunnar, í fjór­ar míl­ur 1952, í 12 míl­ur 1958, í 50 míl­ur 1972 og í 200 míl­ur árið 1975.

Sigurður á góðri stundu.

Árið 1974 var Sigurður sæmdu ensku OBE-orðunni vegna björgunarafreks áhafnar varðskipsins Óðins sem bjargaði áhöfn enska togarans Notts County sem strandaði við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi árið 1968. Sigurður hlaut einnig orðu frá banda­ríska sjó­hern­um, var ridd­ari hinn­ar kon­ung­legu norsku heiðursorðu og var sæmdur hinni ís­lensku fálka­orðu árið 1976 fyr­ir land­helg­is­störf. Að auki hlaut hann fjölda annarra viðurkenninga á ferlinum.

Sigurður stígur út úr Sýr flugvél Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæslan

Landhelgisgæsla Íslands vottar aðstandendum Sigurðar innilegar samúðarkveðjur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×