Innlent

Þrjár líkams­á­rásir undir morgun

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt en dagurinn í dag hefur verið með rólegra móti.
Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt en dagurinn í dag hefur verið með rólegra móti. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst þrívegis tilkynning um líkamsárásir í miðborginni í morgun. Einn var vistaður í fangageymslu vegna árásar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjallað er um mál dagsins í dag, en rólegt hefur verið í Reykjavík og nágrenni það sem af er degi.

Tveir voru stöðvaðir við akstur grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra sem var stöðvaður reyndist vera án ökuréttinda og þá var hann vopnaður hníf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×