Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2023 16:15 Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska landsliðinu í 31 leik. Sex þeirra unnust, þrettán enduðu með jafntefli og tólf töpuðust. vísir/hulda margrét Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því. Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira