Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 07:14 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“ Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira