Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal sé til á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 23:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mikilvægt að stjórnvöld efni til átaks til að bregðast við lélegum árangri í baráttunni gegn mansali. Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal líðist á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“ Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“
Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira