Innlent

Skjálfti 3,6 að stærð á Reykja­nesi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Þorbirni og Grindavík.
Frá Þorbirni og Grindavík. Vísir/Egill

Jarð­skjálfti 3,6 að stærð mældist í kvöld klukkan 20:45 um 2,5 kíló­metra norð­vestur af Þor­birni á Reykja­nesi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofunni.

Jarð­skjálfta­hrina hófst á þessum slóðum rétt eftir mið­nætti. Á­fram mælist tals­verð jarð­skjálfta­virkni á svæðinu og hafa um 1900 jarð­skjálftar mælst frá mið­nætti.

Að sögn Veður­stofu Ís­lands fannst jarð­skjálftinn í Grinda­vík. Áður hefur verið gefið út ó­vissu­stig al­manna­varna vegna skjálfta­hrinunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×