Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 19:16 Fylgi bæði Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fer niður á milli kannanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segja niðurstöður áhyggjuefni. Vísir Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi stjórnarflokkanna milli mánaða samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem kom út í dag eða tveimur prósentustigum. Fylgi flokksins hefur sjaldan mælst lægra eða 17,7 prósent. Vinstri græn tapa 0,6 prósentustigum milli kannanna. Ef kosið yrði í dag myndu um 5,9 kjósenda kjósa flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einu prósentustigi og er nú nálægt tíu prósentum. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er þó það næst lægsta frá kosningunum 2021 þar sem um þriðjungur kjósenda styður þá eða 33,4 prósent. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur ýmsar skýringar á þessu. „Þetta er ekki gott. Við myndum að sjálfsögðu vilja vera með meira fylgi í skoðanakönnunum en það er margt sem þarf að leysa og verkefnin eru stór,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji að stólaskipti milli hennar og Bjarna Benediktssonar eftir að hann sagði af sér sem fjármálaráðherra hafi einhver áhrif á fylgið svara Þórdís: „Það geta verið margar mismunandi skoðanir sem á endanum sem skýra þessa prósentu. Að sjálfsögðu hafa atburðir undanfarinna daga og vikna eitthvað haft að segja,“ segir hún. Þurfi að miðla betur sínum málum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það þurfi að upplýsa þjóðina betur um verk Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við liggjum mjög lágt og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur í Vinstri grænum. Að einhverju leyti tel ég okkur ekki vera að miðla því nægilega vel því sem við erum að gera því svo sannarlega erum við að vinna að mörgum góðum málum“. Skýringa sé líka að leita í samstarf stjórnarflokkanna undanfarin misseri. „Ég held að þessi ágreiningur sem verið hefur milli stjórnarflokkanna sé ekki endilega að falla þjóðinni í geð. Ég held að við munum sjá breytingar á verklagi og vinnubrögðum milli stjórnarflokkanna sem munu skila sér í góðum og jákvæðum árangri,“ segir Katrín Samfylkingin er sá flokkur sem bætir mest við sig milli kannanna eða rúmlega þremur prósentustigum. Hann mælist nú með tæplega tuttugu og átta prósent fylgi sem er aðeins 5,6 prósent minna fylgi en samanlagt fylgi allra ríkistjórnarflokkanna. Það er minni hreyfing á fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka samkvæmt könnun Maskínu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skoðanakannanir Tengdar fréttir Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46 Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi stjórnarflokkanna milli mánaða samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem kom út í dag eða tveimur prósentustigum. Fylgi flokksins hefur sjaldan mælst lægra eða 17,7 prósent. Vinstri græn tapa 0,6 prósentustigum milli kannanna. Ef kosið yrði í dag myndu um 5,9 kjósenda kjósa flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einu prósentustigi og er nú nálægt tíu prósentum. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er þó það næst lægsta frá kosningunum 2021 þar sem um þriðjungur kjósenda styður þá eða 33,4 prósent. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur ýmsar skýringar á þessu. „Þetta er ekki gott. Við myndum að sjálfsögðu vilja vera með meira fylgi í skoðanakönnunum en það er margt sem þarf að leysa og verkefnin eru stór,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji að stólaskipti milli hennar og Bjarna Benediktssonar eftir að hann sagði af sér sem fjármálaráðherra hafi einhver áhrif á fylgið svara Þórdís: „Það geta verið margar mismunandi skoðanir sem á endanum sem skýra þessa prósentu. Að sjálfsögðu hafa atburðir undanfarinna daga og vikna eitthvað haft að segja,“ segir hún. Þurfi að miðla betur sínum málum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það þurfi að upplýsa þjóðina betur um verk Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við liggjum mjög lágt og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur í Vinstri grænum. Að einhverju leyti tel ég okkur ekki vera að miðla því nægilega vel því sem við erum að gera því svo sannarlega erum við að vinna að mörgum góðum málum“. Skýringa sé líka að leita í samstarf stjórnarflokkanna undanfarin misseri. „Ég held að þessi ágreiningur sem verið hefur milli stjórnarflokkanna sé ekki endilega að falla þjóðinni í geð. Ég held að við munum sjá breytingar á verklagi og vinnubrögðum milli stjórnarflokkanna sem munu skila sér í góðum og jákvæðum árangri,“ segir Katrín Samfylkingin er sá flokkur sem bætir mest við sig milli kannanna eða rúmlega þremur prósentustigum. Hann mælist nú með tæplega tuttugu og átta prósent fylgi sem er aðeins 5,6 prósent minna fylgi en samanlagt fylgi allra ríkistjórnarflokkanna. Það er minni hreyfing á fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka samkvæmt könnun Maskínu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skoðanakannanir Tengdar fréttir Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46 Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46
Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12
Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34