Fótbolti

Mikael í liði um­ferðarinnar í Dan­mörku og er hrósað há­stert

Aron Guðmundsson skrifar
Mikael Neville í leiknum umrædda gegn Lyngby á dögunum
Mikael Neville í leiknum umrædda gegn Lyngby á dögunum Vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Mikael Neville Anderson er í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni eftir skínandi frammistöðu sína í leik liðsins gegn Lyngby á dögunum.

Mikael Neville skilaði af sér virkilega fínu dagsverki í leiknum gegn Lyngby sem lauk með 2-0 sigri AGF og hlaut Íslendingurinn verðskuldað lof í dönskum miðlum í kjölfarið. 

Í Tipsbladet skrifaði blaðamaðurinn Jacob Quvang algjöra lofræðu um þennan öfluga kantmann: 

„Þegar að Íslendingurinn hittir á svona leik hjá sér er hann einn af bestu leikmönnum dönsku úrvalsdeildarinnar. Á slíkum degi gæti hann mögulega komist í byrjunarliðið hjá öllum liðum deildarinnar. Þá myndum við fyrirgefa honum að klæðast vettlingum í fjórtán stiga hita.“

Mikael Neville er eini Íslendingurinn í liði umferðarinnar í þetta skipti í dönsku úrvalsdeildinni en tveir aðrir liðsfélagar hans hjá AGF, þeir Tobivas Molgaard og Tobias Bech, eru í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×