Innlent

Hryðju­verka­málið aftur í hérað: „Eins og hand­rit að Ground­hog Day tvö“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sveinn Andri líkir málinu við bandarísku grínmyndina Groundhog Day.
Sveinn Andri líkir málinu við bandarísku grínmyndina Groundhog Day. Vísir/Hulda Margrét

Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi.

Um er að ræða lokaniðurstöðu varðandi þá ákvörðun og því verður málið tekið aftur fyrir í héraðsdómi þar sem ákæran stendur.

Sveinn segist ósammála niðurstöðu Landsréttar og segir að niðurstaða héraðsdóms hafi verið vel rökstudd.

„En Landsréttur hefur lokaorðið. En það má kannski segja að maður vill fiska eitthvað jákvætt út úr þessu þá verður hreinlegra og betra til lengri tíma litið að fá hreina og klára sýknu frekar en að málið endi úti í skurði eins og allt stefndi í,“ segir Sveinn.

Sakborningarnir tveir í hryðjuverkamálinu.Vísir/Vilhelm

Aðspurður út í þann langa ferill sem þetta mál hefur fengið í dómstólum líkir Sveinn málinu við vinsæla gamanmynd. „Þetta er eins og handrit að Groundhog Day tvö,“ segir hann og vísar í bandarísku grínmyndina sem fjallar um mann sem upplifir sama daginn aftur og aftur.

Þá segist Sveini Andra gruna að málið muni enda fyrir Hæstarétti að lokum. „Með einum eða öðrum hætti.“


Tengdar fréttir

„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“

Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×