Erlent

Þjóðernissinnar höfðu betur í Sviss

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Svisslendingar gengu til kosninga um helgina.
Svisslendingar gengu til kosninga um helgina. AP/Jean-Christophe Bott

Flokkur fólksins í Sviss var óumdeildur sigurvegari þingkosninganna þar í landi sem fram fóru um helgina. Flokkurinn, sem er langt á hægri vængnum og mótfallinn Evrópusambandinu, hlaut 28,6 prósent atkvæða. 

Flokkurinn fær því níu sæti til viðbótar, í neðri deild þingsins, við þau sem hann hafði á síðasta kjörtímabili. Eru þingmenn flokksins þannig 62 talsins og fór fylgi flokksins upp úr 25,6 prósentum frá síðustu kosningum. 

Miðflokkur landsins hlaut þa 14,6 prósent atkævða og 29 sæt og Flokkur frjálslyndra missti eitt sæti. Sósíalistaflokkurinn hlaut 18 prósent atkvæða og vænkaði hagur hans um tvö sæti á þinginu. Græningjum  og Frjálslyndum græningjum gekk ekki vel og missa flokkarnir fimm og sex þingsæti.

Flokkurinn hefur í kosningabaráttunni einblínt á hinn svokallaða „innflytjendavanda“ og í fyrsta sinn í langan tíma lagði hann einnig áherslu á fjárhagsvandræði heimilanna, sem virðist hafa náð vel til kjósenda. Miðflokkurinn lagði líka mikla áherslu á málefni heimilanna og hækkandi kostnað við heilbrigðisþjónustu sem virðist hafa komið honum vel. Flokkurinn mun að öllu líkindum leika lykilhlutverk í myndun ríkisstjórnar á næstu vikum. 

Svisslendingar hafa nú greitt atkvæði um neðri deildina, þar sem 200 þingmenn taka sæti, og greitt atkvæði í fyrri umferð fyrir efri deildina, þar sem 46 taka sæti. Samkvæmt niðurstöðum fyrstu umferðar fyrir efri deild leiðir Miðflokkurinn og Flokkur fólksins það kapphlaup. Nýtt þing mun svo greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn Sviss 13. desember næstkomandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×