Innlent

Staða land­búnaðar, kvenna­verk­fall og hús­næðis­mál

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, ræðir stöðu landbúnaðar á Íslandi, sem hún segir rekinn með stanslausum halla. Hún telur að sá halli nálgist 25 milljarða ef bændum eru reiknuð eðlileg laun fyrir vinnu sína.

Rakel Adolphsdóttir, safnvörður Kvennasögusafn Íslands og Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, lektor í kynjafræði við HÍ ræða kvennaverkfallið á þriðjudag, markmið þess, ástæður og fleira.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ræðir húsnæðismarkaðinn sem enn og aftur veldur miklum áhyggjum, sérstaklega í ljósi samdráttar í framboði, mikillar fólksfjölgunar og yfirvofandi kjarasamninga þar sem húsnæðismál eiga að vera á oddinum.

Þórdís Ingadóttir dósent við Lagadeild HR, sérfræðingur í alþjóðalögum, og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við HÍ, ræða stöðuna á Gaza, stríðsglæpi og stjórnmál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×