Innlent

Lög­­reglu til­­kynnt um særða gæs

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í dag. 
Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í dag.  Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um særða gæs í Árbæ í Reykjavík í dag.

Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar. Ekki gáfust frekari upplýsingar um ástand gæsarinnar.

Aðili var handtekinn í hverfi 101 grunaður um rán og líkamsárás og vistaður í fangaklefa. Málið er enn í rannsókn. Tilkynnt var um umferðarslys í sama hverfi. Ekki urðu slys á fólki en draga þurfti tvær fólksbifreiðar af vettvangi. 

Í hverfi 105 var tilkynnt um aðila sem hafði sýnt af sér ógnandi hegðun, sparkað í leigubifreið og valdið tjóni á henni. Lögregla fór á vettvang, tók framburð og ræddi við tjónþola.

Þá voru tveir aðilar stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í hverfi 108. Báðir óku á yfir áttatíu kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði voru fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Þeir játuðu báðir skýlaust. 

Loks var tilkynnt um betlara fyrir utan verslun í hverfi 112. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×