Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 12:06 Sara Lind Guðbergsdóttir er forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira