Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 11:05 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að. Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að.
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira