Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 11:05 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að. Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að.
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira