Sagðist hafa verið að sækja sígarettur en fékk dóm fyrir ölvunarakstur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 22:29 Í dómi héraðsdóms kemur ekki fram á plani hvaða vínbúðar atvikið átti sér stað og er myndin því úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut nýverið dóm fyrir ölvunarakstur þvertók fyrir að hafa ekið og sagðist aðeins verið að sækja sígarettur í bílinn sinn, sem hann hafði skilið eftir kvöldið áður. Héraðsdómari taldi söguna ekki halda vatni og dæmdi manninn í fangelsi. Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð. Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð.
Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira