Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. október 2023 23:40 Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sögðu bæði á Hringborði norðurslóða í dag að stríðsátök gætu haft neikvæð áhrif á framfarir í loftslagsmálum. Vísir Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01