Lífið

Stefnir á að rústa Ungfrú Ísland

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásdís Rán í þjálfun hjá Arnari Grant.
Ásdís Rán í þjálfun hjá Arnari Grant. Ásdís Rán

Fyrirsætan og Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir stefnir á að hreppa titlana Ísdrottningin og Ungfrú Ísland fyrir fimmtugt ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlum. Hún grínast þar með nýjar reglur í fegurðarsamkeppninni.

„Þar sem er búið að aflétta öllum reglum í Ungfrú Ísland ákváðum við Arnar Grant að taka æfingarnar alvarlega,“ skrifar Ásdís Rán við mynd af sér og einkaþjálfaranum Arnari Grant.

Hún segist stefna að því að rústa keppninni svo hún geti borið titlana Ísdrottningin og Ungfrú Ísland áður en hún verður fimmtug. Ásdís Rán er 44 ára.

Allar konur yfir átján ára gjaldgengar

Á dögunum var greint frá því að aldurshámarki hafi verið aflétt. 

„Þetta eru frábærar fréttir því síðastliðin sjötíu og tvö ár hafa einungis konur á aldrinum átján til tuttugu og átta ára mátt keppa. Það heyrir nú sögunni til og eru konur á öllum aldri hvattar til að sækja um þátttöku. Reglurnar taka að sjálfsögðu gildi hér á Íslandi þar sem allar konur yfir átján ára geta keppt í Ungfrú Ísland,“ sagði Manúela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Sambandið algjör ástarbomba

Ísdrottningin og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson byrjuðu að stinga saman nefjum í upphafi sumars eftir að Ásdís bauð Þórði með sér í ferðalag á Sunny Beach í Búlgaríu. 

Ásdís Rán ástfangin í Búlgaríu

Fyrirsætan og Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur fundið ástina í faðmi athafnamannsins Þórðar Daníels Þórðarsonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×