Innlent

Sel­tirningar þreyttir á lé­legum grenndar­gámum Reykja­víkur og setja upp sína eigin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þór segir bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa augun á boltanum þegar það kemur að sorphirðu.
Þór segir bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa augun á boltanum þegar það kemur að sorphirðu. Vísir/Vilhelm

Sel­tirningar hafa nú í bí­gerð að koma upp tveimur grenndar­stöðvum á Sel­tjarnar­nesi. Bæjar­stjóri Sel­tjarnar­ness segir íbúa vestur­bæjar Reykja­víkur því ekki þurfa að hafa á­hyggjur af auknu á­lagi á grenndar­gáma í Vestur­bænum. Hann hefur á­hyggjur af nýjum gang­brautar­ljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir til­hugsuninni um sam­einingu við Reykja­vík.

Til­efnið er fyrir­spurn í­búa­ráðs vestur­bæjar til Reykja­víkur­borgar um sorp­hirðu í vestur­bæ. Í­búa­ráðið bendir á að engin grenndar­stöð sé á Sel­tjarnar­nesi eftir að þeirri sem var við Eiðis­torg var lokað vegna slæmrar um­gengni.

Því megi ætla að það kunni að auka álag á grenndar­gáma í vestur­bænum. Spyrja í­búar hvort Reykja­víkur­borg hafi átt í ein­hverju sam­tali við Sel­tjarnar­nes um grenndar­gáma­stöðvar á Sel­tjarnar­nesi eða þátt­töku í rekstri stöðvanna í vestur­bænum.

Segir bæjar­yfir­völd með augun á boltanum

„Þú átt við grenndar­stöðina frá­bæru við JL húsið sem er stór­kost­leg og aldrei tæmd, þar sem er gáma­hrúga,“ segir Þór Sigur­geirs­son, bæjar­stjóri Sel­tjarnar­ness í sam­tali við Vísi þegar á­hyggjur vestur­bæinga eru bornar undir hann.

„Við erum með á teikni­borðinu eina beint fyrir neðan bæjar­skrif­stofuna og aðra sem verður beint fyrir neðan Bakka­vör. Þetta verða djúp­gáma­stöðvar og er um að ræða tölu­verða fram­kvæmd. Við erum að hefjast handa,“ segir Þór.

Hann segist ekki geta sagt til um það á þessum tíma­punkti hve­nær stöðvarnar verði teknar í gagnið. Undir­búningur sé hins­vegar hafinn, bæjar­yfir­völd séu með augun á boltanum og segir Þór fram­kvæmdir verða gerðar í sátt og sam­lyndi við íbúa.

Seltirningar hyggjast reisa eina af tveimur nýjum grenndarstöðvum sínum við bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.Vísir/Arnar

Segir nýja göngu­þverun við JL húsið á slæmum stað

Þannig að í­búar í vestur­bænum þurfa ekki að hafa á­hyggjur?

„Nei. Þeir hljóta að þurfa að hafa á­hyggjur af sam­göngu­málum. Það er það eina sem þeir þurfa að hafa á­hyggjur af. Hvort að neyðar­bílar komist út á nes eða í vestur­bæinn. Ég myndi segja að það sé meiri frétt heldur en þessi grenndar­stöðvar­frétt.“

Er eitt­hvað nýtt að frétta af þeim málum?

„Já, nú eru að koma ný gang­brautar­ljós við JL húsið. Sem eru al­gjör­lega galin og á mjög undar­legum stað,“ segir Þór. Vísar hann til frétta af því að borgarstjórn ætli sér að breyta hringtorgi við JL húsið í svökölluð T-gatnamót.

Þór segir gang­brautar­ljósin allt of stutt frá hring­torgi við JL húsið. Mun eðli­legri staður fyrir ljósin að sögn Þórs væri hornið á Granda­vegi og Eiðis­granda. Þór hefur áður gagn­rýnt um­ferðar­ljós í Reykja­vík og á­hrif þeirra á um­ferð út á Sel­tjarnar­nes.

Framkvæmdir eru nú við hringtorgið við JL húsið þar sem gangbrautarljósum verður komið fyrir.Vísir/Arnar

„Þetta er bara á­vísun á um­ferðar­vand­ræði en vissu­lega þarf að koma ein­hverjum yfir götuna. En ég held að það sé nú heppi­legra að gera það á öðrum stað,“ segir Þór. Hann segist fátt geta gert í málinu sjálfur.

„Ekki nema að reyna að vekja at­hygli á þessu í fjöl­miðlum. Ég sannar­lega bendi þeim á þetta þegar ég hitti þau í fundum og pota í öxlina á mönnum. Þetta er náttúru­lega al­gjör­lega galið.“

Sameiningin afgreidd í heita pottinum

Hafa borgar­yfir­völd engar á­hyggjur af þínum á­hyggjum?

„Þau hafa náttúru­lega nóg að gera með sitt. Ef þú skoðar nú bara dag­skrá borgar­stjórnar, þá eru þar alls­konar mál. Eins og í gær þá ætluðu þau að fara að sam­einast Sel­tjarnar­nesi án þess að tala nokkuð við okkur. Þau eru al­gjör­lega ein­hvern veginn bara í ein­hverju.“

Þór segir að væntanleg staðsetning gangbrautarljósanna við JL húsið sé galin.Vísir/Arnar

Vísar Þór til þess þegar að Líf Magneu­dóttir, borgar­full­trúi Vinstri grænna, lagði til á borgar­stjórnar­fundi í vikunni að Reykja­víkur­borg bjóði Mos­fells­bæ og Sel­tjarnar­nes­bæ til við­ræðna um sam­einingu sveitar­fé­laganna.

Þú ert ekki spenntur fyrir þeirri hug­mynd?

„Nei, ég er ekki þar,“ segir Þór og segir að hann telji að bæjar­búar séu það ekki heldur. „Heiti potturinn er löngu búinn að af­greiða þetta mál. Þú getur bara gleymt því. Þetta verður aldrei,“ segir Þór.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×