Seltirningar þreyttir á lélegum grenndargámum Reykjavíkur og setja upp sína eigin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. október 2023 06:46 Þór segir bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa augun á boltanum þegar það kemur að sorphirðu. Vísir/Vilhelm Seltirningar hafa nú í bígerð að koma upp tveimur grenndarstöðvum á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóri Seltjarnarness segir íbúa vesturbæjar Reykjavíkur því ekki þurfa að hafa áhyggjur af auknu álagi á grenndargáma í Vesturbænum. Hann hefur áhyggjur af nýjum gangbrautarljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir tilhugsuninni um sameiningu við Reykjavík. Tilefnið er fyrirspurn íbúaráðs vesturbæjar til Reykjavíkurborgar um sorphirðu í vesturbæ. Íbúaráðið bendir á að engin grenndarstöð sé á Seltjarnarnesi eftir að þeirri sem var við Eiðistorg var lokað vegna slæmrar umgengni. Því megi ætla að það kunni að auka álag á grenndargáma í vesturbænum. Spyrja íbúar hvort Reykjavíkurborg hafi átt í einhverju samtali við Seltjarnarnes um grenndargámastöðvar á Seltjarnarnesi eða þátttöku í rekstri stöðvanna í vesturbænum. Segir bæjaryfirvöld með augun á boltanum „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness í samtali við Vísi þegar áhyggjur vesturbæinga eru bornar undir hann. „Við erum með á teikniborðinu eina beint fyrir neðan bæjarskrifstofuna og aðra sem verður beint fyrir neðan Bakkavör. Þetta verða djúpgámastöðvar og er um að ræða töluverða framkvæmd. Við erum að hefjast handa,“ segir Þór. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessum tímapunkti hvenær stöðvarnar verði teknar í gagnið. Undirbúningur sé hinsvegar hafinn, bæjaryfirvöld séu með augun á boltanum og segir Þór framkvæmdir verða gerðar í sátt og samlyndi við íbúa. Seltirningar hyggjast reisa eina af tveimur nýjum grenndarstöðvum sínum við bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.Vísir/Arnar Segir nýja gönguþverun við JL húsið á slæmum stað Þannig að íbúar í vesturbænum þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Nei. Þeir hljóta að þurfa að hafa áhyggjur af samgöngumálum. Það er það eina sem þeir þurfa að hafa áhyggjur af. Hvort að neyðarbílar komist út á nes eða í vesturbæinn. Ég myndi segja að það sé meiri frétt heldur en þessi grenndarstöðvarfrétt.“ Er eitthvað nýtt að frétta af þeim málum? „Já, nú eru að koma ný gangbrautarljós við JL húsið. Sem eru algjörlega galin og á mjög undarlegum stað,“ segir Þór. Vísar hann til frétta af því að borgarstjórn ætli sér að breyta hringtorgi við JL húsið í svökölluð T-gatnamót. Þór segir gangbrautarljósin allt of stutt frá hringtorgi við JL húsið. Mun eðlilegri staður fyrir ljósin að sögn Þórs væri hornið á Grandavegi og Eiðisgranda. Þór hefur áður gagnrýnt umferðarljós í Reykjavík og áhrif þeirra á umferð út á Seltjarnarnes. Framkvæmdir eru nú við hringtorgið við JL húsið þar sem gangbrautarljósum verður komið fyrir.Vísir/Arnar „Þetta er bara ávísun á umferðarvandræði en vissulega þarf að koma einhverjum yfir götuna. En ég held að það sé nú heppilegra að gera það á öðrum stað,“ segir Þór. Hann segist fátt geta gert í málinu sjálfur. „Ekki nema að reyna að vekja athygli á þessu í fjölmiðlum. Ég sannarlega bendi þeim á þetta þegar ég hitti þau í fundum og pota í öxlina á mönnum. Þetta er náttúrulega algjörlega galið.“ Sameiningin afgreidd í heita pottinum Hafa borgaryfirvöld engar áhyggjur af þínum áhyggjum? „Þau hafa náttúrulega nóg að gera með sitt. Ef þú skoðar nú bara dagskrá borgarstjórnar, þá eru þar allskonar mál. Eins og í gær þá ætluðu þau að fara að sameinast Seltjarnarnesi án þess að tala nokkuð við okkur. Þau eru algjörlega einhvern veginn bara í einhverju.“ Þór segir að væntanleg staðsetning gangbrautarljósanna við JL húsið sé galin.Vísir/Arnar Vísar Þór til þess þegar að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði til á borgarstjórnarfundi í vikunni að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Þú ert ekki spenntur fyrir þeirri hugmynd? „Nei, ég er ekki þar,“ segir Þór og segir að hann telji að bæjarbúar séu það ekki heldur. „Heiti potturinn er löngu búinn að afgreiða þetta mál. Þú getur bara gleymt því. Þetta verður aldrei,“ segir Þór. Seltjarnarnes Reykjavík Sorphirða Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Tilefnið er fyrirspurn íbúaráðs vesturbæjar til Reykjavíkurborgar um sorphirðu í vesturbæ. Íbúaráðið bendir á að engin grenndarstöð sé á Seltjarnarnesi eftir að þeirri sem var við Eiðistorg var lokað vegna slæmrar umgengni. Því megi ætla að það kunni að auka álag á grenndargáma í vesturbænum. Spyrja íbúar hvort Reykjavíkurborg hafi átt í einhverju samtali við Seltjarnarnes um grenndargámastöðvar á Seltjarnarnesi eða þátttöku í rekstri stöðvanna í vesturbænum. Segir bæjaryfirvöld með augun á boltanum „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness í samtali við Vísi þegar áhyggjur vesturbæinga eru bornar undir hann. „Við erum með á teikniborðinu eina beint fyrir neðan bæjarskrifstofuna og aðra sem verður beint fyrir neðan Bakkavör. Þetta verða djúpgámastöðvar og er um að ræða töluverða framkvæmd. Við erum að hefjast handa,“ segir Þór. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessum tímapunkti hvenær stöðvarnar verði teknar í gagnið. Undirbúningur sé hinsvegar hafinn, bæjaryfirvöld séu með augun á boltanum og segir Þór framkvæmdir verða gerðar í sátt og samlyndi við íbúa. Seltirningar hyggjast reisa eina af tveimur nýjum grenndarstöðvum sínum við bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.Vísir/Arnar Segir nýja gönguþverun við JL húsið á slæmum stað Þannig að íbúar í vesturbænum þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Nei. Þeir hljóta að þurfa að hafa áhyggjur af samgöngumálum. Það er það eina sem þeir þurfa að hafa áhyggjur af. Hvort að neyðarbílar komist út á nes eða í vesturbæinn. Ég myndi segja að það sé meiri frétt heldur en þessi grenndarstöðvarfrétt.“ Er eitthvað nýtt að frétta af þeim málum? „Já, nú eru að koma ný gangbrautarljós við JL húsið. Sem eru algjörlega galin og á mjög undarlegum stað,“ segir Þór. Vísar hann til frétta af því að borgarstjórn ætli sér að breyta hringtorgi við JL húsið í svökölluð T-gatnamót. Þór segir gangbrautarljósin allt of stutt frá hringtorgi við JL húsið. Mun eðlilegri staður fyrir ljósin að sögn Þórs væri hornið á Grandavegi og Eiðisgranda. Þór hefur áður gagnrýnt umferðarljós í Reykjavík og áhrif þeirra á umferð út á Seltjarnarnes. Framkvæmdir eru nú við hringtorgið við JL húsið þar sem gangbrautarljósum verður komið fyrir.Vísir/Arnar „Þetta er bara ávísun á umferðarvandræði en vissulega þarf að koma einhverjum yfir götuna. En ég held að það sé nú heppilegra að gera það á öðrum stað,“ segir Þór. Hann segist fátt geta gert í málinu sjálfur. „Ekki nema að reyna að vekja athygli á þessu í fjölmiðlum. Ég sannarlega bendi þeim á þetta þegar ég hitti þau í fundum og pota í öxlina á mönnum. Þetta er náttúrulega algjörlega galið.“ Sameiningin afgreidd í heita pottinum Hafa borgaryfirvöld engar áhyggjur af þínum áhyggjum? „Þau hafa náttúrulega nóg að gera með sitt. Ef þú skoðar nú bara dagskrá borgarstjórnar, þá eru þar allskonar mál. Eins og í gær þá ætluðu þau að fara að sameinast Seltjarnarnesi án þess að tala nokkuð við okkur. Þau eru algjörlega einhvern veginn bara í einhverju.“ Þór segir að væntanleg staðsetning gangbrautarljósanna við JL húsið sé galin.Vísir/Arnar Vísar Þór til þess þegar að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði til á borgarstjórnarfundi í vikunni að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Þú ert ekki spenntur fyrir þeirri hugmynd? „Nei, ég er ekki þar,“ segir Þór og segir að hann telji að bæjarbúar séu það ekki heldur. „Heiti potturinn er löngu búinn að afgreiða þetta mál. Þú getur bara gleymt því. Þetta verður aldrei,“ segir Þór.
Seltjarnarnes Reykjavík Sorphirða Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira