Erlent

Skemmdir á öðrum sæ­streng í Eystra­salti

Atli Ísleifsson skrifar
Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, er til hægri á myndinni.
Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, er til hægri á myndinni. Getty

Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, segir að skemmdir hafi orðið á sæstreng sem liggur á milli Svíþjóðar og Eistlands í Eystrasalti. Hann segir að ekki hafi orðið rof á strengnum og að hann geti áfram verið starfræktur.

SVT segir frá því að Bohlin segi ekki ljóst hvað hafi valdið skemmdunum en þær virðast hafa orðið um svipað leyti og skemmdirnar sem urðu á Balticonnector-gasleiðslunni milli Finnlands og Eistlands fyrr í mánuðinum og á sæstreng, sem liggur samhliða leiðslunni.

Norrænir fjölmiðlar segja að staðurinn þar sem skemmdirnar urðu á sæstrengnum nú sé ekki að finna innan sænskrar lögsögu.

Tilkynnt var um lekann í Balticonnector-gasleiðslunni milli Finnlands og Eistlands þann 8. október. Var í kjölfarið leiðslunni lokað og er gert ráð fyrir að ekkert flæði verði um hana næstu mánuðina. 

Finnsk yfivöld útiloka ekki að það séu aðilar á vegum ónefnds ríkis sem kunni að bera ábyrgð á mögulegum skemmdum.

Rúmst ár er nú síðan Nord Stream-gasleiðslurnar voru sprengdar í Eystrasalti.  


Tengdar fréttir

Finnski herinn rann­sakar nýjan gas­leka í Eystra­salti

Her og öryggislögregla Finnlands rannsaka nú mögulegan leka í gasleiðslu sem tengir Finnland saman við norðurevrópska gasleiðslunetið. Aðfararnótt sunnudagsins lækkaði þrýstingurinn skyndilega í einni leiðslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×