Innlent

Opinn fundur vel­ferðar­nefndar: Réttindi þeirra sem hafa verið sviptir þjónustu

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis sem hefst klukkan 09:30.

Fundarefnið er réttindi útlendinga sem sviptir hafa verið þjónustu í kjölfar lokasynjunar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd.

Gestir fundarins verða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Rauða krossins og Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk.

Fundurinn er opinn almenningi á meðan húsrúm að Austurstræti 8 - 10 leyfir og í beinu streymi hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×