Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 09:10 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna í Súdan og að minnsta kosti 245 milljónir þurfa neyðaraðstoð. AP/Sam Mednick Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl. Súdan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl.
Súdan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira