Fótbolti

Spánverjar tryggðu sér og Skotum sæti á EM

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gavi fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Gavi fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM í kvöld. Spánverjar gerðu góða ferð til Osló og þá komu Walesverjar sér í baráttuna í D-riðli eftir góðan sigur gegn Króatíu.

Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks.

Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán.

Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty

Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir.

Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika.

Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. 

Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt.

Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum.

Úrslit í leikjum dagsins:

Georgía - Kýpur 4-0

Tékkland - Færeyjar 1-0

Sviss - Belarús 3-3

Noregur - Spánn 0-1

Tyrkland - Lettland 4-0

Wales - Króatía 2-1

Pólland - Moldóva 1-1

Rúmenía - Andorra 4-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×