Spánverjar tryggðu sér og Skotum sæti á EM Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 20:45 Gavi fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM í kvöld. Spánverjar gerðu góða ferð til Osló og þá komu Walesverjar sér í baráttuna í D-riðli eftir góðan sigur gegn Króatíu. Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira